Saturday, September 02, 2006

Hérna kemur ferðasagan.

Jeg kem út úr flugvélinni í Vegas og tek innanhús lest til farangurins míns nú og þar bíður "mamma" mín eftir mér með risa skilti sem á stóð Sveinn Enok Jóhannsson, frekar fyndið reyndar. Nú hún keyrir mig heim til sín í þessum HUGE svörtum Cadilac jebba á geeeeðveikum krómfelgum, allur náttúrulega leðurinnréttaður með 4 lcd sjónvörp og tvo dvd spilara. Nú þegar við erum að beigja inn í hennar hverfi þurfum við að fara í gegnum risa hlið þar sem öryggisverðir gæta allan sólahringinn þaðan keyrðum við síðan heim til hennar í HUGE hús með útihurð sem var svona 4 metra stór og 2 metra breidd, þetta var eins og að koma inn í höll. Allt inní húsinu var stórt, sama hvað það var þá var það king size, jeg sver jeg hef aldrei séð jafnstórt sjónvarp og þau eiga og þau eiga 3 svoleiðis eitt í niðri sem er leikherbergi með pool borði, pinball borði, þau eiga jafnvel svona spilakassa já og ekki má gleima líkamsræktarherberginu, annað er í sjónvarpsherberginu og hitt í hjónaherberginu. Vá og síðan garðurinn þau eiga risa sundlaug sem er með fossi, helli og vatnsrennibraut, síðan er heitapottur auðvitað líka sem jeg skil ekki afhverju þau þurfi því hitinn hérna fer ekki niður fyrir 35°c ekki einusinni á nóttunni. Og jeijjjj jeg þarf ekkert að þrífa eftir mig því það er kona sem er hérna 5 daga vikunnar til að þrífa föt og strauja og önnur kona sem þrífur húsið. Okey þetta síðan liðu nokkrir dagar og hún Sue fór að kaupa skólabúninginn á mig sem jeg er rosa ánægður með svona kakí buxur hvít skirta og byndi.

Skólaferðin:

Núna á mánudaginnn áttu allir þeir sem eru á seinna árinu í Hige school að fara í svona sklingaferð sem jeg hélt að væri á risa stóru skipi en neibb eithvað misskildi Sveinn þetta því við vorum 9 krakka um borð í árabáti og vorum að róga í 3 daga út á einhverja eyju sem er rétt fyrir utan ströndinni á Main, hvar var klósettið Sveinn? jább það var fata fyrir aftan mastrið á bátnum. En jeg sem betur fer náði að þrauka í 3 daga þangað til við komum á eyjunna Hurricane island sem þurrkaðist út skindilega. Núna fattaði jeg afhverju þessir krakkar voru látnir í svona ferð, bara til þess að þau föttuðu nú hvernig er að vera úti, því þetta voru allt krakkar sem eiga sinn eiginn Range rover eða Bmw sem pabbi þeirra gaf þeim. okey og hérn kemur eitt ógeðslega skemmtileg staðreynd jeg kinntist nefninlega einum stráki sem heitir Brook Smith getiði hvað pabbi hanns á júbb mikið rétt alla 12 McDonalds veitingastaðina í Vegas tjing tjing Jeg datt í lukkupottinn. En á meðan við vorum á bátnum í þessa 3 daga þá kinntist jeg öllu rosa vel og allir hérna eru hreynt frábærir fyrir utan þýska skiptinemann sem er allgjört pain in the as, voða massakökull. Hvern einasta morgunn þurftum við að vakna klukkan 5:30 og stökkva ofan í ískaldan sjóvinn og sinda smá spöl, þetta var lífsreynsla jeg segji ekki annað. Á eyjunni fórum við í klettaklifur og ýmsar gönguferðir já og eitt annað allir fengu svona pásu frá hvert öðru í 3 klukkutíma og við áttum bara að vera á tilteknum stað og ekki fara neitt bara að hugsa og hvíla okkur á hvert öðru, jeg áhvað að leggja mig í sólinni og vaknaði 2 klukkutímum síðar allveg eldrauður í andlitinu, frekar fyndið. eftir þessa ferð keyrðum við frá ströndum Mainar til Bostan tókum þar flug til New york og þaðan flug til Vegas, jeg verð orðin heimshorna flakkari þegar jeg verð komin heim.

Vegas:

Síðan þegar jeg er komin heim þá er Sue "mamma" búin að skrá mig í klúbbhúsið sem er bara hérna rétt hjá og þar get jeg tekið gólfkennslu hvenær sem er og borðað frítt á veitingarstaðnum sem er þar. Vá jeg get ekki annað sagt en það sé æðislegt að vera hérna.

3 Comments:

At 4:23 AM, Anonymous Anonymous said...

Ég gapti og gapi enn! Þú ert ekkert smá heppinn!! sjitt.. Þetta á eftir að vera geggjað fyrir þig.. Og lifelong dream hjá þér:P Ohh hvað ég öfunda þig og sakna þín:P

McDonalds gaurinn er náttla bara hannaður fyrir þig elskan;*

 
At 6:00 AM, Blogger Elfar P said...

Öss, ég er sammála margréti, ég trúi þessu ekkki, vá! Ekki nóg með það að þú verður fitu hlussa þegar þú kemur heim heldur ekkert smá mikið snobbaður, hljómar samt geðveikt,

 
At 7:43 PM, Anonymous Anonymous said...

VÁ lucky ....:D:d

 

Post a Comment

<< Home