Friday, June 22, 2007

What happens in Vegas
stays in Vegas.

sé ykkur á sunnudaginn


Tuesday, June 12, 2007

Hann var það nú Samt !


Það er orðið svoldið langt síðan að jeg bloggaði síðast, það er líka allveg helling búið að gerast :D Prom ballið er yfirstaðið og jeg og Sara unnum ekki aftur titilinn kóngur og drotning en það var allt í lagi maður verður að leifa öðrum að vinna stundum líka. En það merkilegasta sem hefur gerst nýlega er útskriftin, útskrift númer 2 þarna klæddist jeg rauðum sloppi með kassahúfuna við útskriftina söng jeg Time to say goodbye og Sarah spilaði á píanóið. Síðan var spilað útskriftarlagið og við öll gengum út og hentum höttonum okkar upp í loftið, fyrsta sinn sem jeg hef gert þetta.

Ein stutt saga síðan byrjaði illa en endaði svo æðislega vel. Þannig var að allir sem eru að útskrifast fengu hálfa blaðsíðu í árbókinni til þess að gera hvað sem þeim sínist, jeg lét 3 myndir á mína hálfa síðu skrifaði síðan eithvað fyndið og í horninu í greininni minni skrifaði jeg undir skaldamerki Íslands Skeus Kcebretseud og héldu allir að þetta væri einhverskonar íslenska nema hvað að ef þú lest þetta til baka þá kemur í ljós að þetta þíðir í raun og veru Duesterbeck Suck, sem er einn af leiðinlegasta kennara sem jeg hef haft, allt í góðu með þetta nema að einn morguninn hringir skólastjórinn í Mama Sue og vill hann fá mig og hana til sín á skrifstofuna, við förum þangað og þá kemur í ljó að einhver hafði sagt honum frá þessu og lísti hann yfir vonbrigði sinni og sagði hann mér að nú þirfti jeg að fara til kennarans og biðja hann afsökunar ásamt því að biðja forseta skólans afsökunar og öllum menntaskólanum líka á fundi. Jeg biðst afsökunar hjá kennaranum sem orðin voru beint að og tekur hann því mjög vel, síðan fer jeg niður á skrifstofuna og ætla að biðja forseta skólans afsökunar nema hvað að hann segir þetta orð fyrir orð. You are sorry !!! hahaha this is the best thing you have ever done, i've been triing to get fire this teacher for many years and you made it possoble for me. Og jeg varð svoldið hissa og segji bíddu hvernig ferðu að því þá útskýrir hann fyrir mér að um leið og kennararnir heyrðu að jeg þirfti að biðjast afsökunar hjá kennaranum þá hófst þessi umfánsmikla leit af einhverju sem hann hefði gert mér, hafði þá ekki myndavéla kennarinn fundið video af honum segja hvað jeg væri hrokafullur monthani með meiru, (reyndar voru það þessi orð sem hann sagði sem dreif mig áfram í því að skrifa þetta í árbókina) nú ekki eftir marga daga kemur síðan þessi kennari sem jeg hafði móðgað til mín og biður mig afsökunar. Jeg vann jibbí, skólastjórinn kom þá til mín og bað mig fyrirgefningar og sagði að hann hafði ekki vitað alla söguna....

Nú síðan var útskriftarveislan númer 2 hjá mér :D... klúbb húsið var leigt og var dírindis matur lagður framm og var sundlaugin líka opin... Mama Sue gaf mér síðan Burberry gull úr sem er stórglæsilegt og 1500 dollara (rúm 90 þúsund kr) fyrir þennan pening mun jeg síðan kaupa föt og fylgihluti, nú þegar er jeg búin að kaupa alla litina í burberry pólo bolonum, burberry ermahnappa skirtu og buxur, burrberry veski, sokka og ermahnappa. jeg verð vel búinn þegar jeg kem heim jeg get ekki sagt annað en það...

Núna bíð jeg bara eftir því að koma heim til ykkar allra, jeg er að bíða eftir svari frá stúdentagörðunum ef það virkar ekki þá er jeg viss um að jeg reddi þessu einhvernveginn.

Þangað til næst. Bless bless

Tuesday, April 17, 2007

Fyrsta Flokks.


Auðvitað, einhvernveginn held jeg að þið öll séuð svoldið þreitt á að lesa þessi fyrsta flokks ferðalög en jeg meina það er það eina sem jeg geri hér, að fara í fyrsta flokks ferðalög ;) eins gott að monta sig bara af þessu meðan jeg hef þetta því þráðurinn er að styttast og heimkoma mín á næsta leiti sem verður eflaust einhverskonar skrúðganga til heiðurs heimkomu minni... okey já jeg fór til New York í fimm daga og gistum við á Westin hóteli í miðju Time Square voru öll elstu Brodway sýningarnar í kringum hótelið okkar sem var glæsilegt í alla staði jeg var á 30 hæð í mínu eigin stóra herbergi með þvílíku útsíni, gat ég sé Empire state bigginguna, Sentral Park þetta var dvöl sem jeg á seint eftir að gleyma, það að ganga upp og niður Time Square, ganga um í Sentral Park og sjá öll þessi stórhýsi út um allt síðan tókum við neðanjarðarlestina til China town og gerðum nokkur kosta kaup. Síningarnar sem jeg fór á voru Beauty and the Beast og Marry Popins síðan fékk jeg að gera svoldið sem ekki margir fá að gera og það er að syngja í The Apalo Theater sem er heimsfrægt skemmtana leikhús, tillgangur New York ferðarinnar var að að skólinn í Vegas tók þátt í leiklistar keppni og getið þið hver vann fyrir besta sönginn ;) ó jee jeg vann medalíu. Og vá jeg hef aldrei fengið betri Pizzu sneið heldur en í New York þetta var allgjör veisla fyrir bragðlaukanna. Nú seinasta daginn þurfti jeg síðan að taka lestina frá Pen Station til Whasington DC þar sem jeg myndi síðan hitta fjölskilduna og myndum við eiða páskunum þar, Westin hótelið skaffaði svona lítinn limmóbíl fyrir mig til að skutla mér á lestarstöðina það ótrúlega kúl við þetta allt saman er að jeg var klæddur í frakka og trevil og með tvær Loui vuitton töskur hlaupandi frá bílnum að lestarstöðinni því jeg var að verða of seinn, jeg meina sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur ;) hahaha já. Þetta var 3 tíma lestarferð á Buissnes Class sem var auðvitað svakalegt en auðvitað þíðir ekkert annað en það besta þegar jeg á í hlut. Í DC var síðan skoðað öll þessi marmarahvítu hús við fórum í The National Museum og önnur listasöfn. Maður sistur Sue er hátt settur maður í Pentagon og fórum við heim til þeirra í nokkur skipti, honum fannst ekki fyndið þegar jeg var að djóka með það að jeg væri að afrita leinikóða og reyna að hakka mig inní Pentagon í gegnum tölvuna hans, neibb ekki fyndið Sveinn hahaha... eftir 6 daga í DC var loksins farið heim, þið kannski trúið því ekki en öll þessi ferðalög verða svoldið þreitandi. Þessa síðustu helgi fórum við strákarnir til L.A þar sem fjölskilduvinur okkar á svaka flott 60 feta skútu (sem er huge, þrjú svefnherbergi öll með salerni) þar silgdum við til lítillar eygju rétt fyrir utan L.A og síðan á sunnudaginn komum við heim og núna er jeg í tölvutíma að reyna að láta daginn líða.... svona er þetta búið að vera síðastliðin mánuðinn, nýjar myndir fara rétt bráðum að koma.


Ps: Mama Sue gaf mér Rolex úr, ó já jeg kem heim allur út í skartgripum ;) hahaha

Tuesday, March 27, 2007

Svenn, Svenní, Sviggí. þrjár gerði af nafninu mínu

jæja það er margt búið að gerast síðan síðasta blogg Mamma, Helga, Ísak og tinna komu á þriðjudaginn 13 mars og voru hjá mér í 8 daga sem var mjög gaman nú sérstaklga því þá fékk jeg að keyra bílinn eins og jeg vildi því jeg var alltaf að skutla mömmu og helgu í moll og fékk jeg þá bara að rúnta á bílnum á meðan sem jeg kvarta alls ekki yfir nú við fórum í öll stærstu hótelin á strippinu sem var auðvitað mjög gaman við fórum á galdra show þar sem hinn frægi Lanch Burton galdraði og galdraði einhvernveginn fannst mér hann samt alltaf verið að breyta öllu í hvítar dúfur og hvítar gæsir hahahaha ;) nú við lágum í sólbaði í nokkra daga og busluðum í lauginni, alla daganna fórum við síðan á mismunandi veitingastaði til þess að sína okkur aðeins fyrir íslendingonum :D hahahaha .... það var einn söngvari á einum stað sem var svona hálfpartinn uppistandari líka nema hvað að hann sagði einn fáranlegan djók sem jeg held að hafi hrekið fleirri út heldur en dregið inn hann sagði nefninlega okey guys we are going to have fun, i don´t care if you just got devorsed or got an abortion... maður var svona hálfpartinn uuu á jeg að hlægja eða hvað hvað á jeg að gera... svon núna á fimmtudagsmorguninn fer jeg til New York og gisti þar í 4 daga á einu af arkítektsundri New York borgar eða The Westin hótelinu þar fæ jeg mitt eigið herbergi og auðvitað með tilheyrandi lúxus nú í New York munum við fara á nokkrar leiksíningar þar á meðal Wicked nú eftir þessa 4 daga fer jeg síðan á fyrsta farrími með lest til D.C þar sem við munum síðan vera í 10 daga semsagt yfir páskanna þar munum við fara um allt og skoða allt.
Og á meðan jeg man þá verða allir að kaupa Tímarit víkurfrétta sem jeg held að eigi að koma út á fimmtudaginn eða föstudaginn :D....
og vitið þið mig er virkilega farið að laga að koma heim, byrja í Háskólanum ver á stúdentagörðunum og reyna að fá einhverskonar aukavinnu með skólanum, þetta líf hérna er skemmtilegt, engin spurning með það en maður verður eithvað svo þreittur á þessu þetta er eithvað svo óraunverulegt allt saman, eins gott samt að fjölskildan hérna gefi mér bíl annars verð jeg allveg bandbrjálaður..... hahaha okey nei en það væri gaman... oooo plís gefa mér bíl ;)... annars er jeg búin að sækja um á Nordica hótelinu og í pennanum... vona að jeg fái eithvað að gera á Nordica jeg held að það yrði spennandi... já jeg er líka búin að gera smá fjárhagsáætlun jeg fæ mér háskóla lán sem hljóðar upp á 87 þúsund á mánuði og síðan verð jeg helst að fá vinnu sem jeg get fengið 50 þúsund á mánuði fyrir að vinna kannski um helgar og einn dag á viku þá er jeg komin með 137 þúsund og síðan eru það allir mínusarnir, stúdentagarðarnir 35 þús, matur 25 þús, bíll 20 þús, tryggingar 2 þúsund, föt 7 þúsund og annað 10 þúsund sem þetta eru um 99 þúsund og jeg er allveg pottó að gleyma einhverju... en já jeg sakna ykkar allra allveg gífurlega mikið og get ekki beðið með það koma heim :D....

bless bless

ps: jeg fór á svakalega góða mynd um helgina the Shooter og jeg heyrða svo skemmtilega setningu í henni hún hljóðaði svona: Your moral compas is so fucked up that you probably couldn´t find your way to the parking lod. hahaha virkilega fyndið er það ekki jújú

okey núna bless bless

Saturday, March 10, 2007

Guatemala

Svakalega skemmtileg ferð, við lentum í Guatemala borg og þaðan var farið til Antiqua þar komum við klukkan 5 um morguninn og hótelið gat ekki tekið við okkur fyrr en klukkan 3 þannig að við vorum röltandi eins og múmíur um bæjinn þanngað til við gátum loksins farið inní hótelið sem við höfðum fyrir okkur sjálf við vorum 8 krakkar og 2 umsjónarmenn sem filltum hótelið og vá jeg get sagt ykkur það að allt er allveg rosalega ódýrt við fengum okkur 3 rétta máltíð sem kostaði fyrir mannin um 3 dollara usss jeg hef sko fundið staðinn sem næsta ferð verður farin til.... nú þarna fórum við í leiðangur upp á risastór virkt eldfjall og á reytnum þar sem fjallaleiðangurinn byrjaði var lítil sjoppa þar sem nokkrir krakkar seldu okkur göngu prik sem þau sjálf höfðu búið til fyrir 5 ketsales sem er um hálfur dollari en þegar við síðan komum niður af fjallagöngunni þá koma þessir sömu krakkar og segjast einungis hafa leigt okkur prikin... jeg er búin að vera í landinu í einn dag og þau eru strax byrjuð að svindla a mér hahahaha.... nú annað fyndið er það að ef maður kaupir gos í gleri og ef að þú ætlar ekki að klára gosið á staðnum þá hellir búða maðurinn gosinu þínu í plastpoka og þú drekkur síðan gosið úr pokanum.... nú eftir þennan bæ förum við í annan bæ þar sem við vorum í 4 daga og í þeim bæ gerðum við okkar service project þar sem jeg vann við að flokka læknis vörur og þrífa spítalann eftir að leðju flóð gekk yfir bæjinn og fillti spítalann af drullu sem betur fer var bara mikið rik á gólfinu þegar við komum.... í þessum bæ keypti jeg mér tvær Mayen boli sem mér líkar bara ágætlega við nema hvað að þeir eru svoldið hippalegir en það er allt í lagi .... í þessum bæ keyrðum við um í svona þriggja hjóla mótorhjóla taxa sem var mjög áhugavert og skemmtilegt... nú frá þessum bæ tökum við síðan bát yfir þetta risastóra vatn inní lítin bæ sem heitir San Pedro þar gistum við í tvo daga og það fyndna var að við fórum út að borða nema hvað að einn af barþjónonum byrjaði að tala við James sem er einn af strákonum sem voru í ferðalaginu svona fór samtalið fyrir sig: hey so how old are you. i´m 16 year old. and are you guys allowed to drink in this drip of yours. nope. but would you like me to slip something in your drink thats going to mess with your mind. uuu nobe... but here is a cake on the house... jeg get sagt ykkur það að engin af okkur þorði að borða þessa köku hahahaha ... nú í þessum bæj keypti jeg síðan helling af nýmöluðu kaffi.... frá þessum bæ förum við síðan í aðra stærstu borgina í Guatemala þar sem jeg læri að dansa Salsa eins og meistari já þið heyrðuð rétt jeg salsa eins og jeg veit ekki hvað og vá hvað það er gaman í þessum bæj fórum við líka í smá könnunarleiðangur í glas blástursverksmiðju og þar keypti jeg skál handa Mama Sue og þarna fékk jeg líka að blása gler sem var mjög áhugavert :D.....ferðinni var síðan aftur heitið til Antiqua þar sem jeg kaupi mér stól hahaha hann var flottur :D... nú eftir tvo daga þar leggjum við síðan afstað aftur heim og á flugvellinum í Los Angeles var jeg auðvitað stoppaður því jeg gleymdi að koma með Sivis blaðið mitt sem gerir mér kleyft að ferðast og jeg tafði ferðina um rúma tvo klukkutíma meðan jeg var yfirheyrður og gefin annan sjens og sleppt síðan að lokum...

núna sit jeg uppí rúmi að horfa á lord of the rings og er á leiðinni í matarboð .... já mamma, Helga, Ísak og tinna koma síðan á þriðjudaginn og verða hjá mér í viku sem verður án efa allveg rosalega skemmtilegt...

kommenta svo....

ps: og í öllum þessum bæjum voru skoðar menjar og rústir frá Mayjan tímabilinu.
pps: hér til hliðar er linkur inná picturetrailið mitt þar sem er komnar nýjar myndir frá ferðinni

Saturday, February 24, 2007

Lake Tahoe


þetta var allveg svakalega gaman en áður en við komumst að staðnum þurftu jeg John og Boba að keyra bílnum að staðnum sem tekur allveg 13 klukkutíma og jeg keyrði helminginn, ferðin að staðnum var held jeg bara hálft gamanið því við fórum í gegnum marga skrautlega bæji, og á leiðinni fórum við frammhjá mörgum Bleikum húsum eða svokölluðum Ranch-um þar sem helling af ekki svo góðum hlutum gerast ef þið fattið hvað jeg meina... einn af minnisstæðustu bæjonum sem við fórum í gegnum var bærinn Hawthorn, við stoppuðum þar einfaldlega út af því þar var Mc-Donalds veitingarstaður málið var að konurnar þarna voru ekki upp á marga fiska jeg sver það er örugglega rosalega erfitt að finna konu í bænum sem hefur allar tennurnar sínar, því þær þarna á Mc voru með svartar tennur og blótuðu rosalega mikið og öskruðu á hvort annað.. þetta var vægarsagt skrautlegt.... en loksins komumst við upp í skíðaskálann sem jeg myndi ekki kalla síðaskála frekar eins og stórt einbýlishús það voru 4 baðherbergi jeg held að það sé allt sem segja þarf um það jú og skálinn var með þryggja bíla bílskúr svona ef þú hefðir komið með tvo auka bíla hahaha... Nú eins og flestir vita þá hef jeg aldrei skíðað á minni stuttu æfi en jeg dreif mig bara í leigði mér eitt par skíði (þegar jeg segji jeg leigði mér þá meina jeg þau).... Paba John hafði síðan pantað handa mér skíðatíma jeg fór í tímann en eftir klukkutíma ákvað jeg að þetta er eithvað sem jeg þarf ekki á að halda þannig að jeg bara stakk mér í júpu laugina og fór upp í barnabrekkuna og gékk bara svona ágætislega... 3 4 og 5 daginn var jeg síðan orðin heví góður og gat skíðað niður flestar brekkurnar... nú síðan eitt fyndið sem gerðist var það að jeg og Boba ákvöddum að fara niður svona stökkpalla skíða brekku hann fór fyrst upp einn stökkpallinn en flaug ekkert því hann fór svo hægt upp en síðan var komið að mér og jeg fer allveg á fullri ferð og flíg hreynlega nokkra metra og lendi siðan á rassinum og skíðin fljúga af mér og meðan jeg síðan stend upp öskrar einhver amríkaninn fyrir aftan mig: get out of the fucking way... og jeg allveg öskra: i would if i could dum ass.... já gaman að því.... núna er klukkan 3 og jeg er að fara klukkan 6 til Guatimala sem verður allveg einstaklega gaman allveg er jeg viss um það... já og allir að muna að kaupa tímarit víkurfretta 15 mars því jeg verð í því :D:D... júhúúú.... bless bless...
þetta er draugabærinn sem er einn af meinguðustu bæjum því þegar wwII var þá var mikuð um sprengi efna tilraunir þannig að kannski jeg hefði ekki átt að borða þennan MC borgara.....

Tuesday, February 13, 2007

jeg veit jeg veit.....

Það er ekkert svo margt búið að gerast... það eina er það að einn ensku kennari hérna er búin að fara rosalega í taugarnar á mér upp á síðkastið hann heitir dadaradamm Mr. DeVito, þannig standa málin að ég sleppti að mæta í tímana hans, allt í lagi með það ég lét skrifstofuna vita og allir vissu þetta þar á meðal hann en um leið og jeg hafði gert þetta byrjaði hann að vera allgjör auli þannig er að jeg er aðstoðarkennari í digital media tímanum og eiði jeg mestum mínum tíma við að laga vefsíður og laga hitt og þetta í kringum tölvur nú konan sem er yfir þessum tíma biður mig um að fara út með endurvinnslu ruslið út í endurvinnslu gáminn, nú þegar jeg geng út ganginn í skólanum mæti jeg þessum DeVito og hann horfir á mig með ógeðissvip og segir you know what Svenn you look much better with a trash bag in your hand then you will ever to behind a desk... eins og ég er svaraði bara svona hahaha ooo you crak up DeVito enn í rauninni var ég að springa, ég geri ekki neitt fyrstu daganna því jeg hafði ákveðið að fylgjast með þessari barnalegu hegðun hjá honum og skrifa það niður það sem hann segir... nú eftir nokkra daga fer ég inn í stofuna hans og tala við hann í einrúmi og segji honum að jeg sé allt annað en ánægður með það hvernig hann hefur hagað sér síðan síðan bendi jeg honum á allt það sem hann hefur sagt og segji honum að jeg muni fara með þetta til Forseta skólans sem er með skrifstofu hérna niðri og er góður vinur minn ( hann meðal annars borgaði 2000 dollara fyrir mig því hann vildi ekki biðja mig um pening því jeg hafði komið með svo ferskan blæ inní skólann... friends with the right people) Nú Mr. DeVito fer allveg í keng og segir að hann sjái svo innilega eftir að hafa sagt þessa hluti og segist aldrei muna gera þetta aftur... það virkilega fyndna við þetta allt saman er að sama daginn talaði hann við allan senior bekkinn og sagði þeim að hann hafi verið óréttlátur við mig og að hann hafi aldrei átt að segja þessa hluti sem hann sagði..... nú mæti jeg honum á ganginum og gef honum svona yfirmanns look svona hei þú i got you in my hands .... allaveganna jeg vann þennan bardaga....

Nýjar tennur :D

jább þið heyrðuð rétt jeg er komin með nýtt sett af tönnum.. í gær var jeg í 7 klukkutíma hjá tannlækninum sem var að smíða nýjar tennur í efrigóminn minn núna eru þær allar þráðbeinar og skjanna hvítar :D.... nú sjáið þið mig varla loka kjaftinum....

Taho

jább mikið rétt núna á laugardaginn er jeg að fara á skíði og á öruglega eftir að koma heim með brotna hönd eða fót... en við skulum vona að þetta gangi nú allt saman vel fyrir sig...


Nú síðan er það Guatemala

Vikuna sem kemur eftir Taho ferðina fer jeg síðan í tvær vikur til Guatemala þar munum við klífa fjöll og hjálpa við biggingu spítala og fleirra og fleirra.... en jeg veit ekki hversu skemmtilegt það verður þegar maður er fótleggsbrotinn eða handleggsbrotinn...