Tuesday, March 27, 2007

Svenn, Svenní, Sviggí. þrjár gerði af nafninu mínu

jæja það er margt búið að gerast síðan síðasta blogg Mamma, Helga, Ísak og tinna komu á þriðjudaginn 13 mars og voru hjá mér í 8 daga sem var mjög gaman nú sérstaklga því þá fékk jeg að keyra bílinn eins og jeg vildi því jeg var alltaf að skutla mömmu og helgu í moll og fékk jeg þá bara að rúnta á bílnum á meðan sem jeg kvarta alls ekki yfir nú við fórum í öll stærstu hótelin á strippinu sem var auðvitað mjög gaman við fórum á galdra show þar sem hinn frægi Lanch Burton galdraði og galdraði einhvernveginn fannst mér hann samt alltaf verið að breyta öllu í hvítar dúfur og hvítar gæsir hahahaha ;) nú við lágum í sólbaði í nokkra daga og busluðum í lauginni, alla daganna fórum við síðan á mismunandi veitingastaði til þess að sína okkur aðeins fyrir íslendingonum :D hahahaha .... það var einn söngvari á einum stað sem var svona hálfpartinn uppistandari líka nema hvað að hann sagði einn fáranlegan djók sem jeg held að hafi hrekið fleirri út heldur en dregið inn hann sagði nefninlega okey guys we are going to have fun, i don´t care if you just got devorsed or got an abortion... maður var svona hálfpartinn uuu á jeg að hlægja eða hvað hvað á jeg að gera... svon núna á fimmtudagsmorguninn fer jeg til New York og gisti þar í 4 daga á einu af arkítektsundri New York borgar eða The Westin hótelinu þar fæ jeg mitt eigið herbergi og auðvitað með tilheyrandi lúxus nú í New York munum við fara á nokkrar leiksíningar þar á meðal Wicked nú eftir þessa 4 daga fer jeg síðan á fyrsta farrími með lest til D.C þar sem við munum síðan vera í 10 daga semsagt yfir páskanna þar munum við fara um allt og skoða allt.
Og á meðan jeg man þá verða allir að kaupa Tímarit víkurfrétta sem jeg held að eigi að koma út á fimmtudaginn eða föstudaginn :D....
og vitið þið mig er virkilega farið að laga að koma heim, byrja í Háskólanum ver á stúdentagörðunum og reyna að fá einhverskonar aukavinnu með skólanum, þetta líf hérna er skemmtilegt, engin spurning með það en maður verður eithvað svo þreittur á þessu þetta er eithvað svo óraunverulegt allt saman, eins gott samt að fjölskildan hérna gefi mér bíl annars verð jeg allveg bandbrjálaður..... hahaha okey nei en það væri gaman... oooo plís gefa mér bíl ;)... annars er jeg búin að sækja um á Nordica hótelinu og í pennanum... vona að jeg fái eithvað að gera á Nordica jeg held að það yrði spennandi... já jeg er líka búin að gera smá fjárhagsáætlun jeg fæ mér háskóla lán sem hljóðar upp á 87 þúsund á mánuði og síðan verð jeg helst að fá vinnu sem jeg get fengið 50 þúsund á mánuði fyrir að vinna kannski um helgar og einn dag á viku þá er jeg komin með 137 þúsund og síðan eru það allir mínusarnir, stúdentagarðarnir 35 þús, matur 25 þús, bíll 20 þús, tryggingar 2 þúsund, föt 7 þúsund og annað 10 þúsund sem þetta eru um 99 þúsund og jeg er allveg pottó að gleyma einhverju... en já jeg sakna ykkar allra allveg gífurlega mikið og get ekki beðið með það koma heim :D....

bless bless

ps: jeg fór á svakalega góða mynd um helgina the Shooter og jeg heyrða svo skemmtilega setningu í henni hún hljóðaði svona: Your moral compas is so fucked up that you probably couldn´t find your way to the parking lod. hahaha virkilega fyndið er það ekki jújú

okey núna bless bless

Saturday, March 10, 2007

Guatemala

Svakalega skemmtileg ferð, við lentum í Guatemala borg og þaðan var farið til Antiqua þar komum við klukkan 5 um morguninn og hótelið gat ekki tekið við okkur fyrr en klukkan 3 þannig að við vorum röltandi eins og múmíur um bæjinn þanngað til við gátum loksins farið inní hótelið sem við höfðum fyrir okkur sjálf við vorum 8 krakkar og 2 umsjónarmenn sem filltum hótelið og vá jeg get sagt ykkur það að allt er allveg rosalega ódýrt við fengum okkur 3 rétta máltíð sem kostaði fyrir mannin um 3 dollara usss jeg hef sko fundið staðinn sem næsta ferð verður farin til.... nú þarna fórum við í leiðangur upp á risastór virkt eldfjall og á reytnum þar sem fjallaleiðangurinn byrjaði var lítil sjoppa þar sem nokkrir krakkar seldu okkur göngu prik sem þau sjálf höfðu búið til fyrir 5 ketsales sem er um hálfur dollari en þegar við síðan komum niður af fjallagöngunni þá koma þessir sömu krakkar og segjast einungis hafa leigt okkur prikin... jeg er búin að vera í landinu í einn dag og þau eru strax byrjuð að svindla a mér hahahaha.... nú annað fyndið er það að ef maður kaupir gos í gleri og ef að þú ætlar ekki að klára gosið á staðnum þá hellir búða maðurinn gosinu þínu í plastpoka og þú drekkur síðan gosið úr pokanum.... nú eftir þennan bæ förum við í annan bæ þar sem við vorum í 4 daga og í þeim bæ gerðum við okkar service project þar sem jeg vann við að flokka læknis vörur og þrífa spítalann eftir að leðju flóð gekk yfir bæjinn og fillti spítalann af drullu sem betur fer var bara mikið rik á gólfinu þegar við komum.... í þessum bæ keypti jeg mér tvær Mayen boli sem mér líkar bara ágætlega við nema hvað að þeir eru svoldið hippalegir en það er allt í lagi .... í þessum bæ keyrðum við um í svona þriggja hjóla mótorhjóla taxa sem var mjög áhugavert og skemmtilegt... nú frá þessum bæ tökum við síðan bát yfir þetta risastóra vatn inní lítin bæ sem heitir San Pedro þar gistum við í tvo daga og það fyndna var að við fórum út að borða nema hvað að einn af barþjónonum byrjaði að tala við James sem er einn af strákonum sem voru í ferðalaginu svona fór samtalið fyrir sig: hey so how old are you. i´m 16 year old. and are you guys allowed to drink in this drip of yours. nope. but would you like me to slip something in your drink thats going to mess with your mind. uuu nobe... but here is a cake on the house... jeg get sagt ykkur það að engin af okkur þorði að borða þessa köku hahahaha ... nú í þessum bæj keypti jeg síðan helling af nýmöluðu kaffi.... frá þessum bæ förum við síðan í aðra stærstu borgina í Guatemala þar sem jeg læri að dansa Salsa eins og meistari já þið heyrðuð rétt jeg salsa eins og jeg veit ekki hvað og vá hvað það er gaman í þessum bæj fórum við líka í smá könnunarleiðangur í glas blástursverksmiðju og þar keypti jeg skál handa Mama Sue og þarna fékk jeg líka að blása gler sem var mjög áhugavert :D.....ferðinni var síðan aftur heitið til Antiqua þar sem jeg kaupi mér stól hahaha hann var flottur :D... nú eftir tvo daga þar leggjum við síðan afstað aftur heim og á flugvellinum í Los Angeles var jeg auðvitað stoppaður því jeg gleymdi að koma með Sivis blaðið mitt sem gerir mér kleyft að ferðast og jeg tafði ferðina um rúma tvo klukkutíma meðan jeg var yfirheyrður og gefin annan sjens og sleppt síðan að lokum...

núna sit jeg uppí rúmi að horfa á lord of the rings og er á leiðinni í matarboð .... já mamma, Helga, Ísak og tinna koma síðan á þriðjudaginn og verða hjá mér í viku sem verður án efa allveg rosalega skemmtilegt...

kommenta svo....

ps: og í öllum þessum bæjum voru skoðar menjar og rústir frá Mayjan tímabilinu.
pps: hér til hliðar er linkur inná picturetrailið mitt þar sem er komnar nýjar myndir frá ferðinni