Thursday, December 14, 2006

Halló Halló... er ekki allt í lagi heima hjá þér ???

Það er allt í lagi heima hjá mér... Já mig langaði að segja ykkur frá Deitinu sem jeg bauð henni Söru á það er alltaf sami glamúrinn hjá honum sveini það er ekki spurning... Nú þetta byrjaði þannig að jeg sótti hana á Bensanum (auðvitað) þegar jeg kom heim til hennar hafði jeg Barry white tilbúin í spilaranum jeg skoppaði út úr bílnum, og bankaði létt á hurðina, hún kemur til dyra allveg eins og drotning og jeg rétti henni rauða rós (það er ekkert annað) nú svo valhoppum við inní bílinn og jeg íti á play takkann og lagið byrjar, maður verður alltaf að vera undirbúin ;) hahaha... jeg keyri síðan af stað og við komum upp í klúpphúsið rétt fyrir 6. Sveinn réttir valet gaurnum lyklanna af bílnum og við leiðumst hönd í hönd að hurðinni sem er opnuð fyrir okkur af einum þjóninum, þegar inn var komið var rétt okkur sitthvort kampavínsglasið og við byrjuðum að mingla við ríka og voldugafólkið sem býr í Anthem Country Clup. Núna ætla jeg að fara nokkra klukkutíma aftur í tíman og segja ykkur hvernig jeg hafði undirbúið þetta: fyrr um daginn hafði jeg farið upp í klúbb húsið og sagt þeim að jeg vildi borðið við arineldinn, nú til þess að enginn myndi taka borðið okkar var það frátekið með svona merkimiðum á borðinu, jeg sagðist heita Sveinn Jóhannsson og að jeg væir að bjóða kærustunni minni henni Söru út að borða allt í lagi með það. okey núna erum við komin aftur í nútíðina og við erum rétt komin inn, við lítum á borðið okkar og sjáum merkimiðana nema hvað að á þeim stendur Sveinn Jóhannssoon og Sarah Jóhannsson... þannig að þetta augnarblik vorum við gift, mikið gaman mikið grín, hlógum við mikið að þessu. :D hohoho... fyrst voru svona smáréttir sem þjónarnir báru framm meðan fólkið stóð og talaði saman, nú þegar klukkan slóg 7 var sest að borði og 6 rétta máltíðin hófst, fyrsti réttur var krabbasúba, næsti réttur var krappasalat, réttur númir þrú varBraised Mini Hereford Beef Short Rib sem var allveg æðislegt, réttur 4 var síðan Blackberry Cabernet Sorbet, númir fimm var síðan aðal steikin sem var 16 únsur (engin smá steik) og réttur sex var síðan ís á eplaköku, var þetta allt saman borið framm við hinum fínustu rauð og hvítvínum, allgjör lúxus... já eftir þetta keyri jeg stelpunni heim og leiðir okkar skiljast...

Jább þannig er nú það... Núna er fimmtudagskvöld þegar jeg skrifa þetta og jeg er að reyna að komast inn á þessa bévítans Toefle síðu til þess að skrá mig í próf á morgunn en það eru bara alltaf of margir inná þessari síðu í einu að jeg er bara ekki fær um að komast inn á hana, allveg er þetta með ólýkindum...

Á morgunn er bara hálfur skóladagur og þá er hann Sveinn komin í 2 vikna frí jeijjj, loksins loksins... jeg held bara að jeg hafi sagt allt það sem segja þarf...

Good night and good luck

7 Comments:

At 10:17 AM, Blogger Alexandra said...

hehehe æjjii þú ert æði elskan mín !!!
Ég myndi drepa fyrir svona gaur eins og þig :) kannt sko að tríta lady....

Love jú ;*

 
At 8:37 AM, Anonymous Anonymous said...

woowww þú ættir að setja upp námskeið í herramennsku þegar þú kemur heim :)

 
At 9:08 AM, Anonymous Anonymous said...

Hey það er mynd, Good night and good luck:)

En allavega, elskan mig langaði að æla þegar ég las þetta með að þið hefðuð verið gift í smástund, ég sá þetta alveg fyrir mér. Svona kjánalega rómantísk sena og þið hlóguð bæði ofsalega kurteisislega!

Elska þig samt Sveinn:)

PS. Hringdu í mig við fyrsta tækifæri, ég fékk leyfi hjá Elfari, nú þarf ég bara að ræða við þig!

 
At 10:39 PM, Blogger Alexandra said...

haaa bídddu haaaaaaaa hvada vopa lewndó í gangi magga?

 
At 2:13 PM, Anonymous Anonymous said...

play on playa hehe..
gaman að heyra að allt er í toppmálum þarna hjá þér, langaði bara að tékka á þér hérna og sjá hvernig allt gengi og svona, en gangi þér allt í haginn kall, stattu þig áfram ;)

 
At 7:46 PM, Anonymous Anonymous said...

Leindó leindó. Ég gaf leifi, þó svo mér hafa fundist einstaklega erfitt að gefa hana frá mér þá veit ég að hún er í góðum höndum,,,

öss svenni penni, þetta er alldeilis svaka líf sem þú lifir þarna úti,,,

sakna þín. heyrumst.

 
At 7:30 AM, Anonymous Anonymous said...

Gleðileg jól beibí :*:*

 

Post a Comment

<< Home