Friday, June 22, 2007

What happens in Vegas
stays in Vegas.

sé ykkur á sunnudaginn


Tuesday, June 12, 2007

Hann var það nú Samt !


Það er orðið svoldið langt síðan að jeg bloggaði síðast, það er líka allveg helling búið að gerast :D Prom ballið er yfirstaðið og jeg og Sara unnum ekki aftur titilinn kóngur og drotning en það var allt í lagi maður verður að leifa öðrum að vinna stundum líka. En það merkilegasta sem hefur gerst nýlega er útskriftin, útskrift númer 2 þarna klæddist jeg rauðum sloppi með kassahúfuna við útskriftina söng jeg Time to say goodbye og Sarah spilaði á píanóið. Síðan var spilað útskriftarlagið og við öll gengum út og hentum höttonum okkar upp í loftið, fyrsta sinn sem jeg hef gert þetta.

Ein stutt saga síðan byrjaði illa en endaði svo æðislega vel. Þannig var að allir sem eru að útskrifast fengu hálfa blaðsíðu í árbókinni til þess að gera hvað sem þeim sínist, jeg lét 3 myndir á mína hálfa síðu skrifaði síðan eithvað fyndið og í horninu í greininni minni skrifaði jeg undir skaldamerki Íslands Skeus Kcebretseud og héldu allir að þetta væri einhverskonar íslenska nema hvað að ef þú lest þetta til baka þá kemur í ljós að þetta þíðir í raun og veru Duesterbeck Suck, sem er einn af leiðinlegasta kennara sem jeg hef haft, allt í góðu með þetta nema að einn morguninn hringir skólastjórinn í Mama Sue og vill hann fá mig og hana til sín á skrifstofuna, við förum þangað og þá kemur í ljó að einhver hafði sagt honum frá þessu og lísti hann yfir vonbrigði sinni og sagði hann mér að nú þirfti jeg að fara til kennarans og biðja hann afsökunar ásamt því að biðja forseta skólans afsökunar og öllum menntaskólanum líka á fundi. Jeg biðst afsökunar hjá kennaranum sem orðin voru beint að og tekur hann því mjög vel, síðan fer jeg niður á skrifstofuna og ætla að biðja forseta skólans afsökunar nema hvað að hann segir þetta orð fyrir orð. You are sorry !!! hahaha this is the best thing you have ever done, i've been triing to get fire this teacher for many years and you made it possoble for me. Og jeg varð svoldið hissa og segji bíddu hvernig ferðu að því þá útskýrir hann fyrir mér að um leið og kennararnir heyrðu að jeg þirfti að biðjast afsökunar hjá kennaranum þá hófst þessi umfánsmikla leit af einhverju sem hann hefði gert mér, hafði þá ekki myndavéla kennarinn fundið video af honum segja hvað jeg væri hrokafullur monthani með meiru, (reyndar voru það þessi orð sem hann sagði sem dreif mig áfram í því að skrifa þetta í árbókina) nú ekki eftir marga daga kemur síðan þessi kennari sem jeg hafði móðgað til mín og biður mig afsökunar. Jeg vann jibbí, skólastjórinn kom þá til mín og bað mig fyrirgefningar og sagði að hann hafði ekki vitað alla söguna....

Nú síðan var útskriftarveislan númer 2 hjá mér :D... klúbb húsið var leigt og var dírindis matur lagður framm og var sundlaugin líka opin... Mama Sue gaf mér síðan Burberry gull úr sem er stórglæsilegt og 1500 dollara (rúm 90 þúsund kr) fyrir þennan pening mun jeg síðan kaupa föt og fylgihluti, nú þegar er jeg búin að kaupa alla litina í burberry pólo bolonum, burberry ermahnappa skirtu og buxur, burrberry veski, sokka og ermahnappa. jeg verð vel búinn þegar jeg kem heim jeg get ekki sagt annað en það...

Núna bíð jeg bara eftir því að koma heim til ykkar allra, jeg er að bíða eftir svari frá stúdentagörðunum ef það virkar ekki þá er jeg viss um að jeg reddi þessu einhvernveginn.

Þangað til næst. Bless bless