Saturday, March 10, 2007

Guatemala

Svakalega skemmtileg ferð, við lentum í Guatemala borg og þaðan var farið til Antiqua þar komum við klukkan 5 um morguninn og hótelið gat ekki tekið við okkur fyrr en klukkan 3 þannig að við vorum röltandi eins og múmíur um bæjinn þanngað til við gátum loksins farið inní hótelið sem við höfðum fyrir okkur sjálf við vorum 8 krakkar og 2 umsjónarmenn sem filltum hótelið og vá jeg get sagt ykkur það að allt er allveg rosalega ódýrt við fengum okkur 3 rétta máltíð sem kostaði fyrir mannin um 3 dollara usss jeg hef sko fundið staðinn sem næsta ferð verður farin til.... nú þarna fórum við í leiðangur upp á risastór virkt eldfjall og á reytnum þar sem fjallaleiðangurinn byrjaði var lítil sjoppa þar sem nokkrir krakkar seldu okkur göngu prik sem þau sjálf höfðu búið til fyrir 5 ketsales sem er um hálfur dollari en þegar við síðan komum niður af fjallagöngunni þá koma þessir sömu krakkar og segjast einungis hafa leigt okkur prikin... jeg er búin að vera í landinu í einn dag og þau eru strax byrjuð að svindla a mér hahahaha.... nú annað fyndið er það að ef maður kaupir gos í gleri og ef að þú ætlar ekki að klára gosið á staðnum þá hellir búða maðurinn gosinu þínu í plastpoka og þú drekkur síðan gosið úr pokanum.... nú eftir þennan bæ förum við í annan bæ þar sem við vorum í 4 daga og í þeim bæ gerðum við okkar service project þar sem jeg vann við að flokka læknis vörur og þrífa spítalann eftir að leðju flóð gekk yfir bæjinn og fillti spítalann af drullu sem betur fer var bara mikið rik á gólfinu þegar við komum.... í þessum bæ keypti jeg mér tvær Mayen boli sem mér líkar bara ágætlega við nema hvað að þeir eru svoldið hippalegir en það er allt í lagi .... í þessum bæ keyrðum við um í svona þriggja hjóla mótorhjóla taxa sem var mjög áhugavert og skemmtilegt... nú frá þessum bæ tökum við síðan bát yfir þetta risastóra vatn inní lítin bæ sem heitir San Pedro þar gistum við í tvo daga og það fyndna var að við fórum út að borða nema hvað að einn af barþjónonum byrjaði að tala við James sem er einn af strákonum sem voru í ferðalaginu svona fór samtalið fyrir sig: hey so how old are you. i´m 16 year old. and are you guys allowed to drink in this drip of yours. nope. but would you like me to slip something in your drink thats going to mess with your mind. uuu nobe... but here is a cake on the house... jeg get sagt ykkur það að engin af okkur þorði að borða þessa köku hahahaha ... nú í þessum bæj keypti jeg síðan helling af nýmöluðu kaffi.... frá þessum bæ förum við síðan í aðra stærstu borgina í Guatemala þar sem jeg læri að dansa Salsa eins og meistari já þið heyrðuð rétt jeg salsa eins og jeg veit ekki hvað og vá hvað það er gaman í þessum bæj fórum við líka í smá könnunarleiðangur í glas blástursverksmiðju og þar keypti jeg skál handa Mama Sue og þarna fékk jeg líka að blása gler sem var mjög áhugavert :D.....ferðinni var síðan aftur heitið til Antiqua þar sem jeg kaupi mér stól hahaha hann var flottur :D... nú eftir tvo daga þar leggjum við síðan afstað aftur heim og á flugvellinum í Los Angeles var jeg auðvitað stoppaður því jeg gleymdi að koma með Sivis blaðið mitt sem gerir mér kleyft að ferðast og jeg tafði ferðina um rúma tvo klukkutíma meðan jeg var yfirheyrður og gefin annan sjens og sleppt síðan að lokum...

núna sit jeg uppí rúmi að horfa á lord of the rings og er á leiðinni í matarboð .... já mamma, Helga, Ísak og tinna koma síðan á þriðjudaginn og verða hjá mér í viku sem verður án efa allveg rosalega skemmtilegt...

kommenta svo....

ps: og í öllum þessum bæjum voru skoðar menjar og rústir frá Mayjan tímabilinu.
pps: hér til hliðar er linkur inná picturetrailið mitt þar sem er komnar nýjar myndir frá ferðinni

8 Comments:

At 6:11 AM, Anonymous Anonymous said...

Mikið svakalega ertu lipur elskan.

En ekki léstu þessa krakkaandskota svindla á þér með göngustafinn?

Annars, hlakka mikið til að sjá þig í sumar, það styttist alltaf í það:)

 
At 10:12 AM, Blogger Sveinn Enok said...

já jeg veit þessir Guatemala krakkaanskotar reyndu það en jeg sagði bara hei láttu þig dreyma jeg ætla að hirða prikið ;) hahahaha

 
At 10:56 AM, Blogger Elfar P said...

haha pokagos hérna kaupir maður pokadjús! gaman að þessu

 
At 1:05 PM, Anonymous Anonymous said...

halló!!.....jeminn eini...þú ert svo heppin eitthvad...eða þá að vera að prófa fullt af svona hlutum og svona....jalíjómpa...
mbk.bynda

 
At 2:37 PM, Anonymous Anonymous said...

ohh seiddi helduru að þú sért ekki bara að búa þetta allt saman til... þú ert ekki að gera þessa hluti... þú ert það ekki!!!!
hmm...... ohh... frændi minn á aldrei eftir að flytja aftur heim:(

 
At 7:04 AM, Anonymous Anonymous said...

Hæ Sveinn! Nú var þetta eina leiðin fyrir mig til að hafa uppá þér því pósthólfið þitt er fullt! En ég er semsagt að gera könnun fyrir Ólaf og vantar að fá e-mail adressu hjá þér svo að ég geti sent þér spurningarnar. Minn póstur er semsagt mariaatthradbrautpunkturis, endilega sendu mér línu svo að ég geti fundið þig. kv, María Hraðbrautarkennari

 
At 12:35 PM, Anonymous Anonymous said...

Sveinn.. ekki helduru að þú getir gert mér einn lítinn jaaa kannski stóran greiða?? :D skomm.. ef ég hefði fattað þetta fyrr þá hefði ég beðið Helgu um að gera þetta fyrir mig!! enn mig vantar svo "ógeðslega flottan BATMAN BÍL" fyrir 8.mai :D sem ég auðvita myndi borga fyrir og sendingarkostnaðinn!! En ég skil líka að það er alveg hrikalega mikið að gera hjá þér.. og ekkert mál ef þú getur ekki gert þetta fyrir mig.

kveðja Anika :D

 
At 12:37 PM, Anonymous Anonymous said...

jiii gleymi alveg að segja.. þú ert nottlega alveg ógeðslega heppinn með lífið núna og ég veit að það er alveg hrikalega gaman hjá þér (getur bara ekki annað verið) hehehe.. og vááá ég skal alveg koma með þér e-h tíman til Guatemala (hvernig sem maður skrifað það) einn góðann veðurdaginn ;)

Hafðu það gott Seiddi minn :*
kossar og knús Anika

 

Post a Comment

<< Home