Tuesday, September 12, 2006

arrrg !

jeg þarf að gera svo mikið... fyrir ensku þarf jeg að skila tveimur 15 blaðsíðna ritgerðum fyrir árslok og lesa 5 bækur eftir áramót.. En sum fög eru auðveldari en önnur t.d líkindareiknings tímarnir eru rosalega auðveldir og eitt svoldið fyndið við þann tíma er það að kennarinn er fyrrverandi atvinnu pókerspilari hohoho... Og eitt annað fyndið jeg bara vona að jeg verði ekki rekin heim fyrir það, þið kannski vitið að 11 september var í gær, það fór sko ekki framm hjá neinum hérna í bna, allaveganna í sögutíma áttum við að skrifa um hvað okkur fannst um 11 september.... jeg skrifaði mestu hatursræðu sem um getur... en hún var mjög vel rökstudd, þetta ætti að ganga, nú síðan er stjórnmála kennarinn rosalega mikill anti - bandaríkjamaður.... úúú jeij við nokkrir krakkar erum að fara á phantom of the opera á morgunn, mér hlakkar ekkert smá til, þessi síning á víst að vera allveg stórkostleg. Já síðan er Rolling stones handan við hornið.

4 Comments:

At 1:25 AM, Blogger Elfar P said...

Öss, ég var að komast að því að ég er ekki búinn að taka með mér pennaveski í skólann í meira en mánuð, var svoldi óheppilegt þegar ég var beðinn um að taka enskupróf. Hhahaha, Sveinn minn þetta verður slys, vonandi les enginn þessa 11 sept ræðu þína, Ohh mér langar að sjá Phantom of the Opera. Damn, Og já ég er löngu hættur í Blót bindindinu, þarf að blóta til að geta tjáð mig almennilega.

 
At 5:36 AM, Anonymous Anonymous said...

Hehe það væri nú samt svoldið fyndið ef þú yrði beðinn um að lesa upp ræðuna fyrir aðra nemendur skólans;)

 
At 9:25 AM, Anonymous Anonymous said...

fólk myndi gríta mig niður, bókstaflega. Maður má ekki segja neitt neikvætt um Bush, stundum er jeg við það að springa

 
At 4:37 AM, Anonymous Anonymous said...

Hehe ég á erfitt með að trúa þér Sveinn til að halda aftur af þér

 

Post a Comment

<< Home